Rússneski sjóherinn er kominn aftur á slóðirnar umhverfis Svalbarða að því er rússneskur embættismaður lét hafa eftir sér í dag. Þetta kemur fram hjá rússnesku fréttastofunni Novosti.
Rússland viðurkennir ekki 200 sjómílna lögsögu Noregs kringum Svalbarða.
Kafbátaleitarskip, Severomorsk að nafni, er þegar komið á svæðið þar sem það mun sinna ákveðnum verkefnum. Frá og með 17. júlí mun beitiskipið Marshal Ustinov slást í för með Severomorsk.
Rifja má upp að í október 2005 sigldi rússneskur togari af svæðinu með tvo norska eftirlitsmenn undan skipi norsku landhelgisgæslunnar inn í rússneska landhelgi.
Norsk
gæsluskip stöktu svo rússneskum togara frá svæðinu 27. maí síðastliðinn.
Talið er mögulegt að miklar olíu- og gasauðlindir leynist í kringum Svalbarða.