Skopteikning veldur uppnámi

Teikningin af Obamahjónunum hefur valdið miklum deilum í Bandaríkjunum.
Teikningin af Obamahjónunum hefur valdið miklum deilum í Bandaríkjunum. AP

Skopteikn­ing á forsíðu banda­ríska tíma­rits­ins New Yor­ker af hjón­un­um Barack og Michelle Obama í Hvíta hús­inu hef­ur valdið tals­verðu upp­námi vest­an­hafs en á mynd­inni er Barack klædd­ur eins og múslimi og Michelle er í her­manna­föt­um með al­væpni.

Á mynd­inni leggja þau hjón­in sam­an hnefa. Á veggn­um á bakvið þau glitt­ir í mynd af Osama bin Laden og í arn­in­um brenn­ur banda­ríski fán­inn. 

„New Yor­ker kann að halda, eins og einn starfsmaður blaðsins reyndi að út­skýra fyr­ir okk­ur, að forsíðumynd­in sé skop­mynd af þeirri skop­mynd, sem hægris­innaðir and­stæðing­ar Obam­as hafa reynt að draga upp af hon­um. En flest­ir les­end­ur munu telja mynd­ina smekk­lausa og móðgandi og við deil­um þeirri skoðun," sagði Bill Burt­on, talsmaður for­setafram­boðs Obam­as.

Tucker Bonds, talsmaður fram­boðs re­públi­kan­ans Johns McCains sagði einnig í dag að forsíðumynd­in væri smekk­laus og móðgandi.

Tíma­ritið sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í dag þar sem seg­ir að á forsíðumynd­inni séu dregn­ir sam­an ýms­ar full­yrðing­ar um Obama­hjón­in og hún sýni með aug­ljós­um hætti um hvers­kon­ar af­bak­an­ir sé að ræða. Seg­ir blaðið að það reyni með skop­stæl­ingu að draga hluti fram í dags­ljósið og halda uppi spegli til að sýna for­dóma, hatrið og fá­rán­leik­ann. Forsíðumynd­in sé í þeim anda. 

Tíma­ritið bend­ir einnig á, að í blaðinu séu tvær al­var­leg­ar grein­ar um Obama. 

Mikl­ar umræður hafa verið um mynd­ina á net­síðum í Banda­ríkj­un­um í dag og sýn­ist sitt hverj­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert