40 taílenskir hermenn fara yfir landamæri Kambódíu

Preah Vihear hofið í Kambódíu.
Preah Vihear hofið í Kambódíu. AP

Yfirvöld í Kambódíu segja að 40 taílenskir hermenn hafi farið yfir landamæri landsins í dag vegna deilna um 900 ára gamalt hof. 

Hermennirnir fóru yfir landamæri nokkrum klukkustundum eftir að taílenskir mótmælendur voru handteknir fyrir að fara framhjá landamæraeftirlitsstöð í því skyni að heimsækja rústir Preah Vihear hofsins.

Hang Soth, kambódískur embættismaður, segir að í fyrstu hafi 20 hermenn komið inn í Kambódíu en síðan hafi þeim verið fjölgað upp í fjörutíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert