Arabaríki bjarga flugsýningu

00:00
00:00

Stærsta flug­sýn­ing heims hófst í dag í Farn­borough á Englandi. Að sögn AP frétta­stof­unn­ar hafa flug­fé­lög í ar­ab­ísk­um ol­íu­ríkj­um bjargað sýn­ing­unni í ár með flug­véla­kaupa­samn­ing­um en mörg evr­ópsk og banda­rísk flug­fé­lög eiga í rekstar­erfiðleik­um.

Við upp­haf sýn­ing­ar­inn­ar í dag var skrifað und­ir samn­inga um kaup á um 150 flug­vél­um fyr­ir um 25 millj­arða dala, þar á meðal 20 farþegaþotum frá evr­ópska flug­vélar­fram­leiðand­an­um Air­bus. Quat­ar Airways, rík­is­flug­fé­lag Kat­ar, keypti m.a. fjór­ar A321 flug­vél og Tun­isa­ir staðfesti kaup á 16 Air­bus flug­vél­um. Í gær voru einnig staðfest­ir samn­ing­ar um 95 Boeing flug­vél­ar.

Um það bil 1500 fyr­ir­tæki frá 35 ríkj­um sýna flug­vél­ar og flug­véla­búnað í Farn­borough. Hápunkt­ur setn­ing­ar­at­hafn­ar­inn­ar í morg­un var sýn­ing á  Lockheed Mart­in F-22 Raptor orr­ustuflug­vél­ar, sem sýndi list­ir sín­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert