Jarðskjálfti á Rhodos

mbl.is/Kristinn

Harður jarðskjálfti varð á grísku eyjunni Rhodos í morgun, sem mældist 6,3 á Richter.  Að sögn ríkisjónvarpsstöðvarinnar Net lét ein kona lífið í skjálftanum, þegar hún datt niður stiga í þorpinu Archangelos. 

Skjálftinn átti upptök sín í sjó 445 kílómetra suðaustur af Aþenu, og reið yfir klukkan 6:26 á staðartíma.  Skjálftinn fannst víða í nágrenninu m.a á Krít en samkvæmt upplýsingum AFP fréttastofunnar hafa ekki borist fréttir af frekari meiðslum eða tjóni. 

Hópur Íslendinga er á Rhodos. Gísli Blöndal, fararstjóri, segir á bloggsíðu sinni að skjálftinn hafi fundist vel þar sem Íslendingarnir eru en ekkert ami að þeim. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert