Leiktækið var skoðað í vor

Tækið sem bilaði í Liseberg í dag.
Tækið sem bilaði í Liseberg í dag. Reuters

Fram­kvæmda­stjóri Lise­berg skemmtig­arðsins í Gauta­borg seg­ir lík­legt, að biluð kúlu­lega hafi valdið því að klefi losnaði á leik­tæki og sveiflaðist til með þeim af­leiðing­um að nokkr­ir sem í klef­an­um voru slösuðust. Leik­tækið var yf­ir­farið í vor og var þá í full­komnu lagi.

Fjöldi ís­lenskra ung­menna, kepp­end­ur á knatt­spyrnu­mót­inu Got­hia Cup, var í Lise­berg þegar óhappið varð en eng­inn Íslend­ing­ar var í leik­tæk­inu, stór­um armi sem sveifl­ast líkt og pend­úll í klukku. 36 voru í vagn­in­um þegar hann losnaði og féll um 3 metra. Nokkr­ir köstuðust úr sæt­um sín­um. Um 30 voru flutt­ir á sjúkra­hús og þar af voru fimm eða sex al­var­lega slasaðir, þó eng­inn lífs­hættu­lega. AP frétta­stof­an eft­ir tals­manni sjúkra­flutn­ingaþjón­ustu að nokkr­ir hafi hlotið bein­brot en aðrir tauga­áfall. Eng­inn slasaðist lífs­hættu­lega. Flest­ir í vagn­in­um voru Sví­ar, 33 tals­ins, auk þriggja Norðmanna.

Knatt­spyrnu­fólk á aldr­in­um 13-17 ára frá ÍBV, Sel­fossi, ÍR, KR, Fylki, FH, Grinda­vík, Snæ­fellsnesi, Leikni, Val og HK, sam­tals um 350 manns, tek­ur þátt í Got­hia Cup og voru marg­ir kepp­end­ur í Lise­berg í dag. Helga Magnús­dótt­ir er far­ar­stjóri á veg­um Úrvals-Útsýn­ar í Gauta­borg og vissi hún und­ir kvöld ekki annað en all­ir Íslend­ing­arn­ir væru heil­ir á húfi. Fram kem­ur á heimasíðu Got­hia Cup að sjö kepp­end­ur á mót­inu, all­ir frá Upp­söl­um í Svíþjóð, hafi verið í leik­tæk­inu. Þeir hafi fengið tauga­áfall en ekki lík­am­lega áverka.

Lise­berg er stærsti skemmtig­arður á Norður­lönd­un­um og þar eru yfir 30 leik­tæki. Leik­tækið sem skemmd­ist nefnd­ist Rain­bow. Ekk­ert ald­urstak­mark er í tækið en fólk verður að vera minnsta kosti 130 senti­metr­ar á hæð til að fá aðgang.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert