Þrír ísbirnir skotnir nærri byggð á Grænlandi

Þrír ísbirnir voru skotnir til bana á sunnudag á Grænlandi,
Þrír ísbirnir voru skotnir til bana á sunnudag á Grænlandi, Reuters

Þrír ísbirnir voru skotnir til bana á Grænlandi á sunnudag, að sögn danska vefritsins Berlingske Tidende.  Atvikið átti sér stað nærri byggðinni Atammik þegar birna og tveir ungar hennar nálguðust tjaldbúðir, sem hópur fólks dvaldist í við veiðar. 

Vittus Poulsen, 53 ára fiskimaður, segir að reynt hafi verið að hrekja birnina á brott en „þá komu þeir bara nær og nær" og virtust tilbúnir til árásar.  Poulsen, sem skaut birnina, segist hafa verið verulega hræddur þegar birnirnir nálguðust.  Poulsen og föruneyti hans fluttu birnina til bæjarins Atammik þar sem kjötinu verður dreift á elliheimili og baranheimili.

Ísbirnir eru almennt friðaðir á Grænlandi en á ári hverju er gefinn út kvóti á hversu marga birni má veiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert