Þrír ísbirnir skotnir nærri byggð á Grænlandi

Þrír ísbirnir voru skotnir til bana á sunnudag á Grænlandi,
Þrír ísbirnir voru skotnir til bana á sunnudag á Grænlandi, Reuters

Þrír ís­birn­ir voru skotn­ir til bana á Græn­landi á sunnu­dag, að sögn danska vef­rits­ins Berl­ingske Tidende.  At­vikið átti sér stað nærri byggðinni Atam­mik þegar birna og tveir ung­ar henn­ar nálguðust tjald­búðir, sem hóp­ur fólks dvald­ist í við veiðar. 

Vitt­us Poul­sen, 53 ára fiski­maður, seg­ir að reynt hafi verið að hrekja birn­ina á brott en „þá komu þeir bara nær og nær" og virt­ust til­bún­ir til árás­ar.  Poul­sen, sem skaut birn­ina, seg­ist hafa verið veru­lega hrædd­ur þegar birn­irn­ir nálguðust.  Poul­sen og föru­neyti hans fluttu birn­ina til bæj­ar­ins Atam­mik þar sem kjöt­inu verður dreift á elli­heim­ili og bar­an­heim­ili.

Ísbirn­ir eru al­mennt friðaðir á Græn­landi en á ári hverju er gef­inn út kvóti á hversu marga birni má veiða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert