Tveir danskir ferðamenn létust þegar ísjaki brotnaði

Siglt fram hjá grænlenskum ísjaka. Mynd úr myndasafni.
Siglt fram hjá grænlenskum ísjaka. Mynd úr myndasafni. Reuters

Tveir danskir ferðamenn, sem voru að taka myndir af ísjaka á Grænlandi um helgina, létust um þegar hluti ísjakans gaf sig og skall í sjóinn með þeim afleiðingum að þeir féllu í sjóinn og drukknuðu.

Um er að ræða tvo karlmenn sem voru 70 og 73ja ára gamlir. Þeir voru hluti af dönskum hópi ferðamanna sem voru að heimsækja Uummannaq á vesturströnd Grænlands.

Hópurinn hafði verið fluttur á enda ísjakans á sunnudagseftirmiðdag þegar slysið varð.

„Allt í einu heyrðum við eitthvað sem líktist þrumu og hluti ísjakans, þar sem fólkið stóð, var þakið ísbrotum, vatni og drullu,“ sagði Anders Pedersen, skipstjóri skipsins sem flutti fólkið á jakann.

Gríðarstór alda skall á ferðamennina og feykti fimm manns, þar á meðal leiðsögumanni, sjóinn. Þremur var komið til bjargar. Mennirnir tveir fundust látnir nokkru síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka