Fiskiskip ESB verði bundin í höfn

Evrópusambandið, ESB, leggur til að borgað verði fyrir að binda fiskiskip aðildarríkjanna í höfn á meðan unnið er að tillögum um hvernig hjálpa megi útgerðum til þess að lifa af hið gríðarlega háa olíuverð.

ESB leggur til að styrkir til sjávarútvegs verði auknir í allt að 2 milljarða evra eða 240 milljarða króna. Árlegir styrkir nú eru 84 milljarðar króna á ári, að því er greint er frá á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Samkvæmt upplýsingum ESB er fiskiskipafloti aðildarlandanna 40 prósentum stærri en æskilegt getur talist miðað við veiðiþol fiskistofnanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert