Evrópusambandið hyggst fá símafyrirtæki til að lækka kostnað neytenda við að senda sms innan ríkja sambandsins. Talið er að Viviane Reding, sem fer með fjarskiptamál innan framkvæmdastjórnar ESB, muni í september kynna frumvarp, sem felur í sér að álíka dýrt verði að senda sms í heimalandinu og í öðrum ríkjum ESB.
Mörg símafyrirtæki hafa útilokað að lækka verð fyrir sms-sendingar og netnotkun í farsíma erlendis. Fullyrða þau að ekki sé verið að svindla á neytendum og að verð fari sífellt lækkandi vegna mikillar samkeppni á fjarskiptamarkaði.