Ódýrara SMS innan ESB

Evr­ópu­sam­bandið hyggst fá síma­fyr­ir­tæki til að lækka kostnað neyt­enda við að senda sms inn­an ríkja sam­bands­ins. Talið er að Vi­via­ne Red­ing, sem fer með fjar­skipta­mál inn­an fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, muni í sept­em­ber kynna frum­varp, sem fel­ur í sér að álíka dýrt verði að senda sms í heima­land­inu og í öðrum ríkj­um ESB.

Mörg síma­fyr­ir­tæki hafa úti­lokað að lækka verð fyr­ir sms-send­ing­ar og net­notk­un í farsíma er­lend­is. Full­yrða þau að ekki sé verið að svindla á neyt­end­um og að verð fari sí­fellt lækk­andi vegna mik­ill­ar sam­keppni á fjar­skipta­markaði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert