William Burns verður viðstaddur Íransfund

Banda­ríkja­stjórn hef­ur til­kynnt að er­ind­reki henn­ar verður viðstadd­ur fund full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins og 5 ríkja með kjarn­orku­full­trúa Írans í Genf á laug­ar­dag­inn, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC.  William Burns, sendi­herra Banda­ríkj­anna, mun fara til Sviss ásamt Javier Sol­ana, er­ind­reka Evr­ópu­sam­bands­ins, til þess að kynna sér svar Írana við til­boði Sam­einuðu þjóðanna, um ýmis fríðindi í garð Írana, leggi þeir kjarn­orku­áætlun sína til hliðar.

Í til­kynn­ingu frá Banda­ríkja­stjórn seg­ir að Burns muni ekki eiga sér­stak­ar viðræður við Sa­eed Jalili, samn­inga­mann Írana, held­ur verði Burns viðstadd­ur til þess að hlusta á umræður fund­ar­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert