Átta afganskir borgarar létust í loftárás

NATO hermenn í Afganistan
NATO hermenn í Afganistan Reuters

Bandaríkjaher hefur staðfest að átta óbreyttir borgarar í Afganistan létu lífið í loftárás Bandaríkjamanna gegn talibönum á þriðjudag.  Auk þess særðust tveir alvarlega í árásinni sem var gerð í Bakwa í Farah héraði.

Að sögn Bandaríkjahers, hófu uppreisnarmenn skothríð gegn NATO hermönnum sem voru í eftirlitsferð, og óskað var eftir aðstoð úr lofti til þess að berjast gegn árásarmönnunum.

Síðastliðinn sunnudag létust 47 óbreyttir borgarar í loftárás Bandaríkjamanna í austur Afganistan.  Fréttaskýrendur segja að málið sé viðkvæmt í Afganistan, og Hamid Larzai, forseti landsins, fordæmir mannfall óbreyttra borgara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert