Jackson notaði N-orðið

Presturinn og mannréttindafrömuðurinn Jesse Jackson.
Presturinn og mannréttindafrömuðurinn Jesse Jackson. AP

Fox sjón­varps­stöðin í Banda­ríkj­un­um hef­ur staðfest að prest­ur­inn og blökku­manna­leiðtog­inn Jesse Jackson hafi notað orðið „negri" (nig­ger) í sam­tali við frétta­mann stöðvar­inn­ar er hlé var gert á upp­töku viðtals fyr­ir fréttaþátt­inn "Fox & Friends". 

Áður hafði verið greint frá því að Jackson hefði gagn­rýnt Barack Obama, for­setafram­bjóðanda banda­rískra demó­krata, harðlega í sam­tal­inu, sem átti sér stað þann 6. júlí, og m.a. sagt hann tala niður til blökku­manna.

Fox hef­ur ekki viljað birta sam­tal mann­anna, sem var hljóðritað, í heild sinni en staðhæft er að Jackson hafi sagt Obama vilja að segja negr­um fyr­ir verk­um.

Jackson baðst í gær í annað sinn op­in­ber­lega af­sök­un­ar á um­mæl­un­um. Áður hafði hann beðið Obama af­sök­un­ar á þeim.

„Ég er mjög sorg­mædd­ur og í miklu upp­námi vegna þess sárs­auka og þeirr­ar sorg­ar sem ég hef valdið með sær­andi orðalagi mínu,” seg­ir í skrif­legri yf­ir­lýs­ingu hans. „Ég bið Barack Obama öld­unga­deild­arþing­mann, Michelle Obama, börn þeirra og all­an al­menn­ing í Banda­ríkj­un­um aft­ur af­sök­un­ar. Það er ekk­ert sem rétt­læt­ir orð mín og ég vona að Obama fjöl­skyld­an og al­menn­ing­ur í Banda­ríkj­un­um muni fyr­ir­gefa mér. Ég bið þess einnig að við, sem þjóð, get­um kom­ist yfir þetta og farið að ræða þau mál sem varða banda­rísk­an al­menn­ing.”

Orðið þykir mjög niðrandi en blökku­menn hafa þó notað það m.a. í rapp­tónlist. Jackson hef­ur áður hvatt blökku­menn til að hætta að nota orðið. Þá hvatti hann al­menn­ing til að kaupa ekki DVD-disk með sjón­varpsþætt­in­um "Sein­feld" eft­ir að einn leik­ari þátt­anna Michael Rich­ards notaði það árið 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert