Rússar minnast þess í dag að nítíu ár eru frá því síðasti keisari þeirra Tsar Nicholas II og fjölskylda hans voru tekin af lífi. Minningarathafnir um fjölskylduna voru haldnar í Yekaterinburg, þar sem fjölskyldan var skotin til bana af bolsévikum og í Pétursborg þar sem líkamsleifar þeirra eru nú. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Í Yekaterinburg var minningarathöfn haldin í kirkju sem reist hefur verið á þeim stað þar sem Nicholas, eiginkona hans Alexandra, fimm börn þeirra, læknir og þjónustufólk var tekið af lífi. Þaðan var síðan farin hátíðarganga að Ganina-Yama, þar sem líkum fólksins var komið fyrir í námu. Tóku um 30.000 manns þátt í göngunni.
Fjölskyldan hefur verið tekin í dýrlingatölu innan rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og segir James Rodgers, fréttaskýrandi BBC í Moskvu ótrúlegt hversu mikilla vinsælda hún njóti nú meðal rússnesku þjóðarinnar.
Tsar Nicholas II hefur nú hlotið flest atkvæði í kosningu um merkasta Rússann en næstur á eftir honum í kosningunni kemur Josef Stalin.