Benedikt XVI páfi, segir mannkynið eyða auðlindum jarðar til þess að svala óseðjandi neysluþörf. Páfi lét þessi orð falla í Sydney í Ástralíu í morgun, þar sem hann verður viðstaddur hátíðarhöld á alþjóðlegum degi ungmenna. Búist er við að um 200.000 kaþólsk ungmenni komi til borgarinnar í tilefni dagsins.
Páfi segir að menn verði að gera sér grein fyrir að ör jarðar, eins og eyðing skóga, veðrun, ofnotkun auðlinda á landi og í sjó, séu komin til vegna of mikillar þarfar manna á efnislegum hlutum.
Í ræðu á móttökuathöfn sem Kevin Rudd, forætisráðherra hélt páfa, lofaði hann áströlsku ríkistjórnina fyrir að biðja innfædda Ástrali afsökunar á óréttlæti sem þeir þurftu að þola. Sagði hann stjórnvöld hafa sýnt hugrekki með þeirri afsökunarbeiðninni.