Lundúnalögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan karlmann í suðausturhluta Lundúna en maðurinn er grunaður um að hafa haft kynmök við sauðkindur á bóndabæ í Chislehurst, úthverfi borgarinnar.
Lögreglan réðist inn í íbúð mannsins í Dulwich í morgun. Talsmaður lögreglunnar segir, að maðurinn sé einnig grunaður um fíkniefnasölu.
Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að lögregla hafi í maí og júní fengið tilkynningar um að karlmaður væri að áreita kindur á svæðinu og hefði stundum skilið eftir flíkur þegar hann lagði á flótta. Segir BBC að slóðin hafi verið rakin til mannsins eftir að DNA sýni náðist úr íþróttabuxum, sem fundust á svæðinu.
Refsing við dýraníði í Bretlandi er allt að 2 ára fangelsi.