Fagnar afmæli með fjölskyldunni

Nelson Mandela umkringdur barnabörnum sínum í dag.
Nelson Mandela umkringdur barnabörnum sínum í dag. Reuters

Nel­son Mandela, fyrr­ver­andi for­seti Suður-Afr­íku, hef­ur látið lítið á sér bera á níræðisaf­mæl­inu í dag. Hann ætl­ar að verja deg­in­um með fjöl­skyldu sinni í þorp­inu Qunu skammt frá Höfðaborg. Hann notaði þó tæki­færið og hvatti hina ríku til að leggja meira að mörk­um til að bæta hag hinna fá­tæku.

„Þeir fá­tæku eru ekki lík­leg­ir til að verða lang­líf­ir," sagði Mandela við blaðamenn í dag. „Það er margt ríkt fólk í Suður-Afr­íku og sem get­ur deilt auði sín­um með þeim, sem ekki eru jafn lán­sam­ir og tekst ekki að sigr­ast á fá­tækt­inni."

Mandela í aug­um margra tákn um frið og fyr­ir­gefn­ingu. Hann sat í fang­elsi í 27 ár vegna bar­áttu sinn­ar gegn aðskilnaðar­stefnu stjórn­valda í Suður-Afr­íku. Hann var lát­inn laus árið 1990. Árið 1993 deildi hann friðar­verðlaun­um Nó­bels með Frederik Wil­lem de Klerk, þáver­andi for­seta, fyr­ir að vinna að friðsam­leg­um valda­skipt­um í land­inu.

Mandela var kjör­inn fyrsti svarti for­seti lands­ins árið 1994. Hann lét af embætt­inu árið 1999 en beitti sér í kjöl­farið í ýms­um mál­um, bæði á alþjóðavett­vangi og heima­fyr­ir. Árið 2004, þegar Mandela var 85 ára, hætti hann að mestu að koma fram op­in­ber­lega.

De Klerk sagði í dag að Mandela hefði notað per­sónutöfra sína til að bræða marg­brotið sam­fé­lag Suður-Afr­íku sam­an í eina fjöl­breytta þjóð.

Mandela var heiðraður með söng og dansi í dag.
Mandela var heiðraður með söng og dansi í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert