Hvetur Bandaríkjamenn til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis

Al Gore.
Al Gore. AP

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, skorar á landa sína til þess að hætta notkun rafmagns sem er framleidd af jarðefnaeldsneyti innan áratugs.   Gore segir ekki skynsamlegt að Bandaríkjamenn noti lánsfé frá Kínverjum til þess að brenna olíu frá Miðausturlöndum, sem að lokum leiðir til loftslagsbreytinga. 

Gore segir að ein leið til þess að koma á stefnubreytingu í eldsneytismálum sé að leggja skatt á eldsneytisnotkun í stað þess að skattleggja tekjur.

Gagnrýnendur segja hins vegar að ómögulegt sé að hætta notkun jarðefnaeldsneytis innan áratugs í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert