Múgur réðist að lögreglumönnum

Croydon hverfi í London
Croydon hverfi í London Reuter

Hóp­ur ung­linga réðist að tveim­ur lög­reglu­mönn­um í Croydon hverfi í London á miðviku­dag. Var ann­ar lög­reglu­mann­anna bit­inn ít­rekað og hinn varð fyr­ir spörk­um. Upp­haf átak­anna var ábend­ing um hirðusemi.

Of­beldið braust út eft­ir að lög­reglu­menn­irn­ir töluðu við ung­lings­stúlku eft­ir að hún henti rusli á göt­una. Báðu þeir hana að tína það upp, sem hún gerði, til þess eins að henda því strax aft­ur á göt­una. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Þegar þeir báðu hana að tína það upp aft­ur varð fé­lagi stúlk­unn­ar æst­ur og múgur byrjaði að safn­ast að.

Skyndi­lega stökk fimmtán ára göm­ul stúlka að lög­reglu­mann­in­um sem hafði talað við ung­lings­stúlk­una og beit hann í öxl og brjóst­kassa.

Þannig lýsti lög­reglumaður­inn kring­um­stæðum: Þau sveimuðu í kring­um okk­ur og það var aug­ljóst að þeim fannst þau ráða við okk­ur í krafti fjöld­ans. Þetta voru fleiri en þrjá­tíu krakk­ar.

Hann seg­ir að hegðunin hafi verið með ólík­ind­um og furðulegt að mann­eskja skuli stökkva svona á aðra mann­eskju og bíta hana á þenn­an hátt.

,,Þau hegðuðu sér eins og dýr en ég hika við að nota orðið dýr því dýr myndu ekki hegða sér svona. Dýr hafa ástæðu fyr­ir gerðum sín­um.”

Hinn lög­reglumaður­inn var dreg­inn niður í átök­un­um og síðan sparkað í hann.

Fimmtán ára stúlka var hand­tek­in, grunuð um lík­ams­árás. Henni var síðan sleppt gegn trygg­ingu. Tveir karl­menn, 34 og 38 ára, voru svo hand­tekn­ir í gær, grunaðir um lík­ams­árás og ólæti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert