Skotið á hæli fyrir flóttamenn í Ósló

Sextán ára sómalskur piltur liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi í Ósló eftir að skotið var í nótt með veiðiriffli á byggingu sem hýsir unga hælisleitendur í borginni. Pilturinn lá sofandi í rúmi sínu þegar hann varð fyrir skotinu og er talinn í lífshættu.

Að sögn norskra fjölmiðla var skotið einu skoti  á bygginguna og fór það í gegnum vegginn og lenti í piltinum. Lögregla segir hugsanlegt að skotmaðurinn hafi verið í nokkurri fjarlægð og sennilega hafi tilviljun ráðið því að pilturinn varð fyrir skotinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert