Veiðiþjófnaður eykst í Kenýa

Þjóðgarðsverðir á Masai Mara dýraverndurnarsvæðinu á landamærum  Kenya og Tanzaníu hafa varað við því að aukinn fjöldi veiðiþjófa ógni árvissum búferlaflutningum villtra dýra á svæðinu yfir Mara fljót. Segja þeir mikla fækkun ferðamanna í Kenýa að undanförnu hafa kippt fótunum undan baráttunni gegn veiðiþjófnaði á svæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Baráttan við veiðiþjófa hefur a miklu leyti verið fjármögnuð með framlögum ferðamanna en fjöldi þeirra hefur minnkað mikið vegna átaka og óvissu í Kenýa.

„Þegar dýrin koma til Kenýa bíður þeirra stóraukinn fjöldi veiðiþjófa,” segir Brian Heath, talsmaður verndarsvæðisins. „Takist okkur ekki að takmarka fjölda dýra sem veiðiþjófar fella er hætta á því að stofnstærðir dýranna nái ekki að halda sér."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert