Segir Írana ekki ætla að hætta að auðga úran

Fundur um kjarnorkumál Írana hófst í Genf í morgun. Fremstur …
Fundur um kjarnorkumál Írana hófst í Genf í morgun. Fremstur er Saeed Jalili, aðalsamningamaður Írana. Reters

Íransk­ur emb­ætt­ismaður sagði í morg­un, að ír­önsk stjórn­völd muni ekki hætta að auðga úran gegn ýms­um til­slök­un­um. Dreg­ur þetta úr von­um um að fund­ur, sem hófst í Genf í morg­un milli full­trúa sex ríkja um kjarn­orku­áætlun Írana, muni skila ár­angri. 

Full­trú­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og nokk­urra stór­velda eiga fund með kjarn­orku­mála­full­trúa Írans í Genf í dag og er William Burns, aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna og þriðji æðsti maður ráðuneyt­is síns, viðstadd­ur. Von­ast stór­veld­in til þess að Íran­ar samþykki að hætta auðgun úr­ans en á móti hafa þau boðið, að ekki verði gripið til frek­ari refsiaðgerða gegn Íran af hálfu ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna.

Key­v­an Imani sagði við frétta­menn í Genf skömmu eft­ir að fund­ur­inn hófst, að úti­lokað væri að Íran­ar muni hætta að auðga úran.

Ná­ist sam­komu­lag á fund­in­um í dag um að kjarn­orku­áætlun Írana verði fryst gætu haf­ist form­leg­ar viðræður sem stór­veld­in vona að leiði til þess að Íran­ar af­leggi áætl­un­ina fyr­ir fullt og allt gegn ýms­um póli­tísk­um og efna­hags­leg­um íviln­un­um.  

William Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, situr fundinn í Genf.
William Burns, aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, sit­ur fund­inn í Genf. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert