Nærri sex tonn af kókaíni reyndust vera í litlum kafbáti, sem her og lögregla í Mexíkó stöðvuðu í vikunni undan Kyrrahafsströnd landsins. Er þetta eitt mesta magn fíkniefna, sem lagt hefur verið hald á þar í landi.
Um borð í kafbátnum voru fjórir Kólumbíumenn. Kafbáturinn er heimasmíðaður og hannaður til að sigla rétt undir yfirborði sjávar þannig að lítið sem ekkert kjölfar sést. Hann sást hins vegar úr lofti og þannig komst allt upp.