Sex tonn af kókaíni í kafbáti

00:00
00:00

Nærri sex tonn af kókaíni reynd­ust vera í litl­um kaf­báti, sem her og lög­regla í Mexí­kó stöðvuðu í vik­unni und­an Kyrra­hafs­strönd lands­ins. Er þetta eitt mesta magn fíkni­efna, sem lagt hef­ur verið hald á þar í landi.

Um borð í kaf­bátn­um voru fjór­ir Kól­umb­íu­menn. Kaf­bát­ur­inn er heima­smíðaður og hannaður til að sigla rétt und­ir yf­ir­borði sjáv­ar þannig að lítið sem ekk­ert kjöl­far sést. Hann sást hins veg­ar úr lofti og þannig komst allt upp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert