Frægasti glæpamaður Svía enn í klandri

Clark Olofs­son, fræg­asti glæpa­maður Svíþjóðar, var hand­tek­inn um helg­ina í Var­berg í suður­hluta Svíþjóðar, grunaður um aðild að stór­felldu fíkni­efna­broti. Olofs­son, sem er 61 árs, hef­ur nú skipt um nafn, heit­ir nú Daniel Dem­uynck og er með belg­ísk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Að sögn frétta­vefjar Dagens Nyheter vill lög­regl­an lítið tjá sig um málið að öðru leyti en að sex hafi verið hand­tekn­ir í Var­berg og Stokk­hólmi.

Olofs­son hef­ur setið um helm­ing ævi sinn­ar á bak við lás og slá. Hann hef­ur verið dæmd­ur fyr­ir ým­is­kon­ar brot, þar á meðal morðtil­raun, fíkni­efna­brot og bankarán. Kunn­ast­ur er hann lík­lega fyr­ir aðild sína að svo­nefndu Norrmalm­s­torgráni árið 1973. Vin­ur hans, Janne Ols­son reyndi að ræna þar banka en það mistók. Hann tók þá starfs­fólk og viðskipta­vini bank­ans í gísl­ingu og krafðist þess að lög­regla kæmi með Olofs­son í bank­ann.

Eft­ir nokk­urra daga umsát­ur gáf­ust þeir Ols­son og Olofs­son upp en nokkr­ir gísl­anna virt­ust taka málstað ræn­ingj­anna. Fræðimenn hafa síðan talað um svo­nefnt Stokk­hólms­heil­kenni þegar gísl­ar fá sam­kennd með ræn­ingj­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert