Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, segir ástandið í Afganistan óöruggt og að áríðandi sé að beina athyglinni að Afganistan í stríðinu gegn hryðjuverkum. Obama lét þessi orð falla á fundi með Hamid Karzai , forseta landsins í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag.
Obama hét því að berjast gegn hryðjuverkum af krafti, verði hann kosinn forseti næsti Bandaríkjanna í haust. Ennfremur hét Obama því að fjölga hermönnum í Afganistan verði hann kosinn forseti.
Obama átti fund með Karzai í forsetahöllinni í Kabúl ásamt tveim öðrum bandarískum öldungadeildarþingmönnum. Ræddu þeir meðal annars, eiturlyfjasölu í Afganistan og samskipti þjóðanna.