Obama hittir Karzai

Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, hitti Hamid Karzai, forseta Afganistan í forsetahöllinni í Kabúl, höfuðborg landsins, í morgun.  Að sögn talsmanns hallarinnar munu þeir snæða saman hádegisverð í höllinni.

Á fréttavef Reuters kemur fram að Obama hafi gagnrýnt Karzai í viðtali við CNN sjónvarpstöðina í síðustu viku, og sagt að yfirvöld landsins hafi ekki gert nóg til þess að brjóta niður spillingu og koma á betra skipulagi í Afganistan, sem myndi auka traust fólksins í landinu á ríkisstjórninni og lögreglu.  Áður en Obama fór til Kabúl sagðist hann ekki vera að fara þangað til þess að flytja skilaboð heldur til þess að hlusta.

Obama hitti einnig bandaríska hermenn í morgun og ræddi við þá um lífreynslu þeirra í Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert