Skutu palestínskan fanga

00:00
00:00

Ísra­elsku mann­rétt­inda­sam­tök­in  B'T­selem hafa birt mynd­band, sem virðist sýna ísra­elsk­an her­mann skjóta palestínsk­an fanga í fót­inn. Mann­rétt­inda­sam­tök­in segja, að notuð hafi verið gúmmí­húðuð stálkúla og hermaður­inn hafi hleypt af í viðurvist hátt­settra her­for­ingja. Palestínumaður­inn var með bundið fyr­ir aug­un.

B'T­selem seg­ir að þetta hafi gerst fyr­ir hálf­um mánuði  á Vest­ur­bakk­an­um eft­ir mót­mælaaðgerðir gegn aðskilnaðar­múr Ísra­els­manna. Á mynd­skeiðinu dett­ur mynd­in út þegar skot­hvell­ur­inn heyr­ist en síðan sést fang­inn liggja á jörðunni.

Talsmaður B'T­selem seg­ir að maður­inn hafi áður en þetta gerðist sætt bar­smíðum. Hann er sagður við þokka­lega heilsu nú. Ísra­els­her er að rann­saka málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert