Ísraelskur hermaður, sem festur var á myndband þar sem hann skaut óvopnaðan bundinn Palestínumann á Vesturbakkanum, staðhæfði við yfirheyrslur í dag að yfirmaður sinn hefði gefið sér fyrirmæli um að skjóta manninn. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
Hermaðurinn mun hafa borðið við yfirheyrslur í dag að yfirmaðurinn hafi skipað sér þrisvar að skjóta áður en hann skaut á fætur mannsins, sem stóð rólegur fyrir framan hann með bundnar hendur og bundið fyrir augu. Talsmenn hersins segja hins vegar að svo virðist sem um misskilning á milli hermannsins og yfirmanns hans hafi verið að ræða
Ehud Barak, varnarmálaráðherra fordæmdi atvikið í dag og sagði nauðsynlegt að herinn rannsaki það og læri af því. „Stríðsmenn haga sér ekki á þennan hátt,” sagði hann.Atvikið átti sér stað við palestínska bæinn Na'alin þann 7. júlí er efnt var til mótmælaaðgerða þar vegna byggingar aðskilnaðarmúrs Ísraela.
Mannréttindasamtökin B'Tselem birtu u af atvikinu í gær en samtökin hafa dreift myndbandsupptökuvélum meðal almennings á herteknu svæðinu til að gera fólki þar kleift að mynda það sem þar fer fram.
Gúmmíkúla var í byssunni sem hermaðurinn skaut af og hæfði hún manninn í tánna.