Flugu til rangs lands

Velsk fjölskyla ætlaði að eyða fríinu á Lanzarote, en var …
Velsk fjölskyla ætlaði að eyða fríinu á Lanzarote, en var fyrir mistök flogið til Tyrklands. mbl.is

Velsk fjöl­skylda sem hugðist fara í sum­ar­frí til Lanzarote á Kana­ríeyj­um, flaug til Bodr­um á Tyrklandi fyr­ir mis­tök.  Á frétta­vef BBC er greint frá því að mis­tök voru gerð á flug­vell­in­um í Car­diff í Wales þegar röng brott­far­ar­spjöld voru af­hent fjöl­skyld­unni.

Char­les Coray og Tania, eig­in­kona hans, gerðu sér ekki grein fyr­ir því að mis­tök höfðu átt sér stað fyrr en vél­in lenti og flug­freyj­an sagði „vel­kom­in til Tyrk­lands."  Char­les seg­ir að eng­ar til­kynn­ing­ar hafi verið kallaðar upp í brott­far­ar­setu­stof­unni á Car­diff flug­velli og að um leið og þau voru kom­in inn í flug­vél­ina hafi þau sofnað, og því ekki heyrt neitt sem sagt var um borð í vél­inni.  Coray seg­ir að á brott­far­ar­spjald­inu hafi staðið Bodr­um, en ekki að sá staður væri í Tyrklandi. 

First Choice flug­fé­lagið sem gerði mis­tök­in hef­ur boði Coray hjón­un­um frí til Ibiza í skaðabæt­ur.  Talsmaður flug­fé­lags­ins seg­ir að starfsmaður­inn sem lét fjöl­skyld­una hafa röng brott­far­ar­spjöld hafi verið rek­inn og að þeim verði end­ur­greidd­ur all­ur auka­kostnaður. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert