Karadžić handtekinn í Serbíu

Radovan Karadžić, fyrrum leiðtogi Bosníu Serba, hefur verið eftirlýstur af …
Radovan Karadžić, fyrrum leiðtogi Bosníu Serba, hefur verið eftirlýstur af alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag fyrir stríðsglæpi. Ratko Mladić, sem er til hægri á myndinni, gengur enn laus. AP

Radov­an Kara­džić, fyrr­um leiðtogi Bosn­íu-Serba og eft­ir­lýst­ur stríðsglæpa­maður, hef­ur verið hand­tek­inn að sögn serbnesku leyniþjón­ust­unn­ar. Kara­džić hef­ur verið eft­ir­lýst­ur í meira en ára­tug.

Skrif­stofa Bor­is Tadićs, for­seta Serbíu, hef­ur staðfest hand­tök­una.  Í yf­ir­lýs­ingu frá for­seta­skrif­stof­unni seg­ir, að leyniþjón­ust­an hafi haft upp á Kara­džić í kvöld og hand­tekið hann.  Farið var með hann fyr­ir stríðsglæpa­dóm­stól í Belgrad í sam­ræmi við serbnesk lög um sam­vinnu við stríðsglæpa­dóm­stól Sam­einuðu þjóðanna í Haag. 

Kara­džić hef­ur verið eft­ir­lýst­ur af alþjóðlega stríðsglæpa­dóm­stóln­um í Haag frá ár­inu 1996, en hann hef­ur verið ákærður fyr­ir þjóðarmorð og stríðsglæpi gegn Krótö­um og múslim­um í Bosn­íu og Her­segóvínu meðan á borg­ara­stríðinu þar stóð á ár­un­um 1992-1995, þar á meðal fyr­ir morð á nærri 8000 múslim­um í Srebr­enica árið 1995.

Rat­ko Mla­dić, sem var yf­ir­maður hers Bosn­íu-Serba, leik­ur enn laus­um hala en hann er einnig eft­ir­lýst­ur. Mjög hef­ur verið þrýst á stjórn­völd í Serbíu að hand­taka þá Kara­džić og Mla­dić og fleiri eft­ir­lýsta stríðsglæpa­menn. Alls hafa 43 Ser­bar verið fram­seld­ir til Haag, þar á meðal  Slo­bod­an Milošević, fyrr­um for­seti Júgó­slav­íu, sem hrak­inn var frá völd­um árið 2000 og lést árið 2006 í Haag á meðan rétt­ar­höld stóðu yfir hon­um.

Á laug­ar­dag fram­seldu serbnesk stjórn­völd  Stoj­an Župlj­an­in, fyrr­um lög­reglu­stjóra í Bosn­íu, sem var hand­tek­inn í Serbíu í síðustu viku eft­ir að hafa farið huldu höfði í 9 ár. Župlj­an­in er sakaður um að hafa  stýrt fanga­búðum í Bosn­íu þar sem þúsund­ir múslima og Króata voru drepn­ar.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert