Lögðu hald á rúm 10 tonn af hassi

Lögreglan í Marokkó lagði hald á yfir 10 tonn af hassi í kjölfar áhlaups sem fíkniefnalögreglumenn gerðu við strandlengjuna á norðurhluta landsins.

Ríkisfréttastofa Marokkó, MAP, segir að lögreglan hafi stöðvað tvo hraðbáta sem í voru 7,7 tonn af hassi. Bátarnir ætluðu að sigla frá Larache í Marokkó yfir Gíbraltarsundið til Spánar. Lögreglan gerði kjölfarið húsleit í húsi nágrenninu skammt frá þar sem bátarnir voru stöðvaðir. Þar fundust um þrjú tonn af kannabisplöntum.

Götuverðmæti efnanna liggja ekki fyrir, en þeim var eytt á staðnum.

Talið er að Marokkó sé stærsti hassframleiðandi í heimi. Þarlend stjórnvöld hafa heitið því að berjast gegn útflutningi á fíkniefnum og hafa hert landamæraeftirlit á undanförnum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: Hass
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert