Skotárás á bundinn mann rannsökuð

Talsmaður Ísraelhers segir herinn taka mjög alvarlega fréttum af atviki sem varð á Vesturbakkanum fyrir þremur vikum en þá skaut ísraelskur hermaður á bundinn Palestínumann af mjög skömmu færi. Myndbandsupptaka af atvikinu var birt í gær. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Á myndbandsupptökunni má sjá palestínskan mann standa rólegan með bundið fyrir augu er hermaðurinn skýtur skyndilega á fætur hans. Samkvæmt upplýsingum hersins hefur hermaðurinn verið handtekinn vegna atviksins og er það í rannsókn innan hersins.  

Þá segir að gúmmíkíla hafi verið í byssunni og að maðurinn hafi hlotið minniháttar meiðsl á fæti.„Þetta er alvarlegt atvik sem brýtur ill gegn reglum hersins um framgöngu og öryggi,” segir í yfirlýsingu hersins.

Myndbandið var tekið af fjórtán ára stúlku en mannréttindasamtök hafa unnið að því að undanförnu að dreifa myndbandssupptökuvélum til almennra borgara á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum þannig að þeir geti myndað það sem þar fer fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka