Fagna handtöku Karadžićs

Fjölskyldur þeirra, sem myrtir voru í Srebrenica í Bosníustríðinu hafa í dag fagnað því að Radovan Karadžić, fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba, hafi nú verið handtekinn.  Karadžić er ásamt Radko Mladić, herstjóra sínum talinn bera ábyrgð á því að 8000 múslimar voru drepnir í Srebrenica í júlí 1995. 

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag hefur ákært bæði  Karadžić  og Mladić fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi og lýst þá ábyrga fyrir því að 8000 karlmenn og drengir voru myrtir í  Srebrenica, sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst friðhelgt svæði. Þá létu 11 þúsund manns til viðbótar lífið og 50 þúsund særðust í 43 mánaða löngu umsátri hers Bosníu-Serba um borgina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert