Hitabeltisstormurinn Dolly hefur breyst í fellibyl yfir Mexíkóflóa og stefnir hann í átt að suður-Texas að sögn bandarísku fellibyljarstofnunarinnar í Miami á Flórída.
Dolly er annar fellibylurinn á árinu að sögn stofnunarinnar, en búist er við að hann gangi á land á morgun nærri landamærabænum Brownsville.
Dolly byrjaði að myndast við Yucatan-skaga í hlýjum sjó í Mexíkóflóa. Vindhraði Dolly mælist nú 120 kílómetrar á klukkustund.