Karadžic framseldur til Haag

Dómari í Belgrad sagðist í morgun hafa fyrirskipað, að Radovan Karadžic, fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba, verði afhentur Stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag. Lögmaður Karadžic segir, að úrskurðinum verði áfrýjað en áfrýjunarfrestur er 3 sólarhringar. 

Karadžic var handtekinn í gær nálægt Belgrad. Serbnesk stjórnvöld segja að hann hafi starfað á heilsugæslustöð undir fölsku nafni. 

Er Karadžic var handtekinn var hann í dulargervi og hafði meðal annars sítt, hvítt hár og skegg og bar gleraugu.  Serbneskur embættismaður sagði, að Karadžic hefði starfað á heilsuhæli þar sem stundaðar eru óhefðbundar lækningar. Karadžic er geðlæknir að mennt. 

Serbneskur embættismaður sýnir mynd af Karadžic.
Serbneskur embættismaður sýnir mynd af Karadžic. AP
Karadžic var með hvítt sítt hár og skegg þegar hann …
Karadžic var með hvítt sítt hár og skegg þegar hann var handtekinn. Reuters
Óeirðalögreglumenn voru í morgun á verði utan við dómhúsið í …
Óeirðalögreglumenn voru í morgun á verði utan við dómhúsið í Belgrad þar sem Karadžic er í haldi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert