Obama kominn til Ísrael

Barack Obama í Amman í Jórdaníu í dag.
Barack Obama í Amman í Jórdaníu í dag. Reuters

Barack Obama, for­setafram­bjóðandi demó­krata í Banda­ríkj­un­um, lenti í Ísra­el í kvöld, og mun hann funda með leiðtog­um Ísra­el og Palestínu á morg­un.  Obama er á ferðalagi um Miðaust­ur­lönd, ásamt fjöl­mennri sendi­nefnd banda­rískra öld­unga­deild­arþing­manna. 

Obama sagði á frétta­manna­fundi í Amm­an í Jórdan­íu í dag að hann myndi vinna að friðarsam­komu­lagi á milli Ísra­ela og Palestínu­manna frá fyrsta degi verði hann kos­inn næsti for­seti Banda­ríkj­anna í haust.  Obama sagði það kröfu­mikið verk­efni sem muni ekki ger­ast á ein­um degi.   

Obama mun hitta Ehud Ol­mert, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Jerúsalem, og Mahmoud Abbas, for­seta Palestínu, á Vest­ur­bakk­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert