Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, lenti í Ísrael í kvöld, og mun hann funda með leiðtogum Ísrael og Palestínu á morgun. Obama er á ferðalagi um Miðausturlönd, ásamt fjölmennri sendinefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna.
Obama sagði á fréttamannafundi í Amman í Jórdaníu í dag að hann myndi vinna að friðarsamkomulagi á milli Ísraela og Palestínumanna frá fyrsta degi verði hann kosinn næsti forseti Bandaríkjanna í haust. Obama sagði það kröfumikið verkefni sem muni ekki gerast á einum degi.
Obama mun hitta Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Jerúsalem, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á Vesturbakkanum.