Spáð að hitabeltisstormurinn Dolly verði að fellibyl

00:00
00:00

Hita­belt­is­storm­ur­inn Dolly stefn­ir nú að suður­hluta Texas og að sögn banda­rískra veður­fræðinga er talið að Dolly verði orðinn að felli­byl áður en hann geng­ur á land nærri  landa­mær­um Mexí­kó og Banda­ríkj­anna síðar í þess­ari viku.

Vind­hraðinn Dolly mæl­ist nú vera um 24 metr­ar á sek­úndu. Hita­belt­is­storm­ur­inn myndaðist við Yucat­an-skaga í hlýj­um sjó í Mexí­kóflóa. Búið er að gera viðvart um að felli­byl­ur gæti gengið á land á suður­hluta Texas.

Talið er að Dolly gangi á land á miðviku­dag nærri landa­mæra­bæn­um Brownsville, sem er fjarri viðkvæm­um ol­íu­svæðum.

Síðast gekk hvirfil­byl­ur á land í Banda­ríkj­un­um í nóv­em­ber árið 2007, en það var felli­byl­ur­inn Hum­berto. Ann­ars hafa Banda­rík­in sloppið að mestu við felli­byli und­an­far­in tvo felli­bylja­tíma­bil.

Árin 2004 og 2005 urðu þau hins veg­ar illa úti þegar öfl­ug­ir felli­bylj­ir, m.a. felli­byl­ur­inn Katrín, gengu yfir Flórída og strand­lengj­una sem ligg­ur við Mexí­kóflóa.

Ferðamaður í Mexíkó fylgist með hafinu þar sem talið er …
Ferðamaður í Mexí­kó fylg­ist með haf­inu þar sem talið er að Dolly muni ganga á land síðar í vik­unni. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert