Víglínan er í Afganistan

Bandaríski forsetaframbjóðandinn Barack Obama sagði á blaðamannafundi í Amman í Jórdaníu í dag, að ástand öryggismála í Írak hefði batnað en nú þurfi að finna pólitíska lausn á þeim vandamálum, sem steðja að landinu.

Obama hefur undanfarna daga ferðast um Afganistan og Írak ásamt tveimur öðrum bandarískum öldungadeildarþingmönnunum. Hann kom til Amman í dag og hélt í kjölfarið fyrsta blaðamannafund sinn í ferðinni.

Hann sagði að markmið hans væri, að Bandaríkjaher hætti að taka þátt í hernaðaraðgerðum í Írak og lagði jafnframt áherslu á, að Bandaríkin þyrftu að beina athyglinni að Afganistan: Þar sé nú helsta víglínan í stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert