Bloomberg og Gates berjast gegn reykingum

Bill Gates og Michael Bloomberg segja frá herferð sinni gegn …
Bill Gates og Michael Bloomberg segja frá herferð sinni gegn reykingum á fréttamannafundi í dag. Reuters

Tveir ríkustu menn heims, Michael Bloomberg, borgarstjóri New York borgar og Bill Gates, stofnandi Microsoft, hafa ákveðið að sameinast í baráttu gegn reykingum í þróunarríkjum.

Bloomberg og Gates hafa heitið því að verja 500 milljónum dollara á næstu 5 árum til þess að aðstoða fólk við að hætta að reykja.  Segja þeir að allt að milljarður manna gæti látið lífið á þessari öld af völdum sjúkdómum sem tengjast reykingum.

Á fréttavef BBC kemur fram að tóbaksfyrirtæki séu farin að beina athygli sinni að ríkjum Afríku og Asíu á sama tíma og vestræn ríki reyna að halda aftur af reykingum.  Reykingabann á opinberum stöðum hefur tekið gildi í mörgum stórborgum s.s New York, London, og Dublin.

„Við Bill viljum beina athygli að umfangi tóbaksvandans og hvetja til víðtækra aðgerða gegn reykingum," segir Bloomberg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert