Hyggst verja sig sjálfur

Radovan Karadzic.
Radovan Karadzic. Reuters

Radovan Karadzic, sem er sakaður um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu, hyggst verja sig sjálfur þegar stríðsglæpadómstóllinn í Haag mun rétta í máli hans. Frá þessu greindi lögmaður Karadzic í dag.

Hann segir að Karadzic muni njóta liðsinnis lögfræðinga í Serbíu við að undirbúa vörn sína, en að öðru leiti muni Karadzic verja sig sjálfur.

Karadzic fetar þar með í fótspor Slobodan Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, sem varði sig sjálfur þegar stríðsglæpadómstóllinn í Haag réttaði í máli hans.

Karadzic var handtekinn á mánudag eftir að hafa farið huldu höfði í um 13 ár. Hann er í haldi lögreglu í Belgrad á meðan hann bíður eftir því að verða framseldur til Hollands, þar sem stríðsglæpadómstóllinn hefur aðsetur sitt.

Fram hefur komið að verjandi Karadzic muni áfrýja framsalsúrskurðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert