Hyggst verja sig sjálfur

Radovan Karadzic.
Radovan Karadzic. Reuters

Radov­an Kara­dzic, sem er sakaður um þjóðarmorð og glæpi gegn mann­kyn­inu, hyggst verja sig sjálf­ur þegar stríðsglæpa­dóm­stóll­inn í Haag mun rétta í máli hans. Frá þessu greindi lögmaður Kara­dzic í dag.

Hann seg­ir að Kara­dzic muni njóta liðsinn­is lög­fræðinga í Serbíu við að und­ir­búa vörn sína, en að öðru leiti muni Kara­dzic verja sig sjálf­ur.

Kara­dzic fet­ar þar með í fót­spor Slo­bod­an Mi­losevic, fyrr­um for­seta Júgó­slav­íu, sem varði sig sjálf­ur þegar stríðsglæpa­dóm­stóll­inn í Haag réttaði í máli hans.

Kara­dzic var hand­tek­inn á mánu­dag eft­ir að hafa farið huldu höfði í um 13 ár. Hann er í haldi lög­reglu í Belgrad á meðan hann bíður eft­ir því að verða fram­seld­ur til Hol­lands, þar sem stríðsglæpa­dóm­stóll­inn hef­ur aðset­ur sitt.

Fram hef­ur komið að verj­andi Kara­dzic muni áfrýja framsals­úrsk­urðinum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert