Nautaatshringur hrundi

Tugir áhorfenda á nautaati í Planadas í suðurhluta Kólumbíu slasaðist þegar hluti áhorfendasvæðisins hrundi skyndilega niður. Mikil skelfing greip um sig, ekki síst vegna þess að nautið, sem var í hringnum þegar óhappið varð, hljóp í átt að áhorfendunum.

Talið er að um 500 manns hafi verið á leikvanginum þegar áhorfendastæðin hrundu. Nautaatið var hluti af hátíðarhöldum í bænum. Höfðu áhorfendastæðin verið smíðuð skömmu fyrir hátíðina og talið er að allt of mörgum hafi verð hleypt inn á svæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert