Rice á fundi með norður-kóreskum ráðherra

Condoleezza Rice í Singapúr í morgun.
Condoleezza Rice í Singapúr í morgun. Reuters

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, situr nú á fundi með utanríkisráðherra Norður-Kóreu  í Singapúr. Er þetta í fyrsta skipti í fjögur ár, sem bandarískir og norður-kóreskir ráðherrar eiga fund um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.

Nú stendur yfir fundur efnahagsbandalags Kyrrahafsríkja, ASEA, í Singapúr. Rice segir, að hún og utanríkisráðherrar fjögurra annarra ríkja muni þrýsta á Norður-Kóreumenn að færa sönnur fyrir fullyrðingum um kjarnorkustarfsemi sína. 

Búist er við að utanríkisráðherra Norður-Kóreu tjái sig um tillögu um að ríkið sýni óyggjandi fram á að það hafi tekið kjarnorkuver sín úr notkun.  facilities.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert