Sakar bandaríska fjölmiðla um hlutdrægni

John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, gagnrýnir þarlenda fjölmiðla harðlega og segir þá eiga í ástarsambandi við Barack Obama, frambjóðanda demókrata. Könnun, sem birt var í gær, leiddi í ljós að meirihluti kjósenda telur að bandarískir fréttamenn séu að reyna að aðstoða Obama í kosningabaráttunni.

Þessari skoðun hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu daga en mikill fjöldi fréttamanna fylgir nú Obama á ferð hans um Miðausturlönd og Evrópu. Á sama tíma sýna fjölmiðlar McCain lítinn áhuga. 

Framboð McCains hefur birt tvö myndskeið á netinu þar sem ýmsir fréttamenn sjást hæla Obama. Þá hefur framboðið sent blaðamönnum netpóst þar sem segir m.a: „ Það er dagljóst að fjölmiðlar eru hugfangnir af Barack Obama. Sumir kynnu að kalla það ástarsamband... Ef þetta væri ekki svona alvarlegt mál væri það jafnvel fyndið." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert