Moskva er nú dýrasta borg heims að búa í samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar Mercer. Í útreikningum stofnunarinnar er m.a tekið tillit til húsaleigu, matvælaverðs og verðs á samgöngum og fatnaði. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Stofnunin reiknar reglulegaút hvað kostar að búa í 143 borgum heims. Samkvæmt nýjustu útreikningum eru aðrar dýrustu borgir heims nú Tókýó, London, Ósló, Seoul, Hong Kong, Kaupmannahöfn, Genf, Zürich og Mílanó
Fram kemur í upplýsingum stofnunarinnar að Moskva sé einnig sú borg þar sem flestir milljarðamæringar séu skráðir til heimilis en þeir munu vera 74 í borginni. Þá er nú 42% dýrara að búa í Moskvu en New York, sem er dýrasta borg Bandaríkjanna.
Hefur efnahagskreppan í Bandaríkjunum og verðhrun dollarans gert það að New Yorkhefur fallið úr 15 sæti Mercers listans í 22 sæti hans.