Segja norðurskautið olíuríkt

Reuters

Bandaríska jarðfræðistofnunin (USGS) heldur því fram að mikið af olíu sé að finna á norðurheimskautssvæðinu eða sem samsvarar um 90 milljarða olíutunna.

Stofnunin segir að einnig sé að finna mikið af jarðgasi á svæðinu, eða þrefalt á við olíuna. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Fyrirhugaðar boranir eftir olíu á norðurskautinu eru afar umdeildar, en umhverfissamtök segjast hafa áhyggjur af því hvaða áhrif olíuleitin muni hafa á dýralíf á svæðinu.

Þrátt fyrir að verð á hráolíu hafi lækkað undanfarna daga eru margir sérfræðingar á því að verðið muni haldast hátt, og jafnvel hækka á nýjan leik.

Samkvæmt rannsókn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar er talið að um 13% af olíubirgðum heimsins og 30% af jarðgasi, þ.e. olíu og gasi sem er ekki búið að finna, sé falið undir yfirborði norðurskautsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka