Segja norðurskautið olíuríkt

Reuters

Banda­ríska jarðfræðistofn­un­in (USGS) held­ur því fram að mikið af olíu sé að finna á norður­heim­skauts­svæðinu eða sem sam­svar­ar um 90 millj­arða ol­íu­t­unna.

Stofn­un­in seg­ir að einnig sé að finna mikið af jarðgasi á svæðinu, eða þre­falt á við ol­í­una. Þetta kem­ur fram á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Fyr­ir­hugaðar bor­an­ir eft­ir olíu á norður­skaut­inu eru afar um­deild­ar, en um­hverf­is­sam­tök segj­ast hafa áhyggj­ur af því hvaða áhrif olíu­leit­in muni hafa á dýra­líf á svæðinu.

Þrátt fyr­ir að verð á hrá­ol­íu hafi lækkað und­an­farna daga eru marg­ir sér­fræðing­ar á því að verðið muni hald­ast hátt, og jafn­vel hækka á nýj­an leik.

Sam­kvæmt rann­sókn banda­rísku jarðfræðistofn­un­ar­inn­ar er talið að um 13% af olíu­birgðum heims­ins og 30% af jarðgasi, þ.e. olíu og gasi sem er ekki búið að finna, sé falið und­ir yf­ir­borði norður­skauts­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert