Vonir bundnar við heimsókn Obama

Umhverfisverndarsinnar bíða Obama við Brandenburgarhliðið í Berlín.
Umhverfisverndarsinnar bíða Obama við Brandenburgarhliðið í Berlín. AP

Barack Obama, forsetaframbjóðandi bandarískra demókrata er kominn til Þýskalands  en þar mun hann hefja ferðalag sitt um Evrópu. Obama mun m.a. funda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra í dag.

Auk Þýskalnds mun Obama heimsækja Frakkland og Bretland en ferð hans er liður í viðleitni hans til að kveða í kútinn staðhæfingar um að reynsluleysi hans í utanríkismálum muni verða honum til trafala í embætti forseta Bandaríkjanna. 

Í Berlín mun Obama m.a. ávarpa útifund þar sem búist er við allt að 100.000 áheyrendum. Með fundinum fetar hann í fótspor forsetanna John F. Kennedy, Ronald Reagan og Bill Clinton sem allir ávörpuðu fjöldafundi í Þýkalandi.

Obama nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi og segir Richard von Weizsaecker, fyrrum forseti Þýskalands, að hann geti með heimsókn sinni jafnvel lagt grunninn að nýjum kafla í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. 

„Kennedy sagði þá frægu setningu 'Ich bin ein Berliner'. Obama gæti nú sent þau skilaboð frá Berlín að Bandaríkin treysti Evrópu fyrir framtíð sinni,” segir forsetinn fyrrverandi í viðtali við blaðið Bild.

 „Í langan tíma höfum við lifað í þeirri trú að enginn í Bandaríkjunum hafi áhuga á heimsálfunni okkar lengur. Heimsókn Obama og ræða hans munu hugsanlega sýna fram á að sú sé ekki raunin,”
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert