Vonir bundnar við heimsókn Obama

Umhverfisverndarsinnar bíða Obama við Brandenburgarhliðið í Berlín.
Umhverfisverndarsinnar bíða Obama við Brandenburgarhliðið í Berlín. AP

Barack Obama, forsetaframbjóðandi bandarískra demókrata er kominn til Þýskalands  en þar mun hann hefja ferðalag sitt um Evrópu. Obama mun m.a. funda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra í dag.

Í Berlín mun Obama m.a. ávarpa útifund þar sem búist er við allt að 100.000 áheyrendum. Með fundinum fetar hann í fótspor forsetanna John F. Kennedy, Ronald Reagan og Bill Clinton sem allir ávörpuðu fjöldafundi í Þýkalandi.

„Kennedy sagði þá frægu setningu 'Ich bin ein Berliner'. Obama gæti nú sent þau skilaboð frá Berlín að Bandaríkin treysti Evrópu fyrir framtíð sinni,” segir forsetinn fyrrverandi í viðtali við blaðið Bild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert