Földu sig í vatnstrukki

Banda­ríska landa­mæra­eft­ir­litið hand­tók í dag fjöru­tíu og níu ólög­lega inn­flytj­end­ur. Var verið að smygla þeim inn í landið í tank­in­um á vatns­bíl.

Emb­ætt­is­menn í eft­ir­lit­inu segja að fólkið hafi verið upp­götvað í dag þegar eft­ir­litsmaður sá bíl­inn á svæði ná­lægt San Diego sem venju­lega er kallað Smygl­aragil.

Talsmaður landa­mæra­eft­ir­lits­ins sagði að þeir hefðu elt trukk­inn eft­ir þjó­vegi 5. Ökumaður­inn keyrði síðan út í veg­kant­inn og hljóp í burtu.  Hann var síðar hand­tek­inn.

Eitt­hvað af fólk­inu sem faldi sig í tank­in­um þjáðist af ofþorn­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert