McCain hæðist að Obama

John McCain, forsetaframbjóðandi bandarískra repúblíkana, með eiginkonu sinni Cindy.
John McCain, forsetaframbjóðandi bandarískra repúblíkana, með eiginkonu sinni Cindy. AP

Fram­bjóðandi Re­públi­kana til for­seta­kosn­ing­anna, John McCain, hædd­ist að Barack Obama í dag fyr­ir skoðanir hans á Írak. Hann sagði að stríð hefði brot­ist út um gervöll miðaust­ur­lönd hefði banda­rískt herlið verið kallað til baka eins og and­stæðing­ur hans hefði viljað.

McCain sagði þetta í dag í ræðu sem hann flutti fyr­ir spæn­skættaða fyrr­ver­andi her­menn.  Hann sagði að ef skoðanir Obam­as um að senda ekki fleiri her­menn til Írak þegar liðsflutn­ing­arn­ir sem McCain studdi áttu sér stað, þá hefði það leitt til ósig­urs þar og í Af­gan­ist­an.

„Við höfnuðum þess­ari áræðni von­leys­is,“ sagði hann og vís­ar til bók­ar Obam­as: Áræðni von­ar, eða The Audacity of Hope.

McCain dró upp svarta mynd hefði Obama getað komið í veg fyr­ir þann aukna liðsafla sem for­seti lands­ins, Geor­ge W. Bush, hefði sent til Íraks: Banda­ríkja­menn hefðu hörfað í kúlnaregni, íraski her­inn hefði hrunið, óbreytt­ir borg­ar­ar hefðu dáið í hrönn­um, þjóðarmorð, borg­ara­styrj­öld og fleira.

„Og síðast en ekki síst,“ sagði McCain, „Banda­rík­in hefðu veikst og þau verið niður­lægð. Hryðju­verka­menn hefðu séð þetta sem sönn­un þess að okk­ur skort­ir vilj­ann til að sigra þá. Írak hefði logað í átök­um og önn­ur lönd á svæðinu hefðu farið að styðja mis­mun­andi fylk­ing­ar, nokkuð sem hefði steypt miðaust­ur­lönd­um í stríð.“

Varðandi það að aukn­ing herafl­ans hefði verið óvin­sæl meðal flestra Banda­ríkja­manna sagði McCain: Obama sagði banda­rísku þjóðinni það sem hann taldi að hún vildi heyra. Ég sagði ykk­ur sann­leik­ann.

Obama vill nú að herliðið verði kallað til baka á sex­tán mánuðum. McCain hef­ur gagn­rýnt þetta harðlega og sagði meðal ann­ars í vik­unni að Obama væri til­bú­inn að tapa stríði til þess að vinna í kosn­ing­um.

McCain hef­ur verið nokkuð í skugga Obam­as þessa vik­una en Obama ferðast nú um Evr­ópu og fær hverja fyr­ir­sögn­ina á fæt­ur ann­arri í fjöl­miðlum. McCain tókst þó engu að síður að safna nokkr­um millj­ón­um banda­ríkja­dala til kosn­inga­bar­áttu sinn­ar á fund­um í vik­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert