Greint er frá því breska blaðinu Daily Telegraph í dag að bílalest íraska hersins hafi verið að flytja vopn ætluð Hizbollah samtökunum í Líbanon, er mikil sprenging varð í bílalestinni í síðustu viku. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. Haft er eftir breskum leyniþjónustumönnum að íranski byltingarherinn rannsaki nú atvikið sem varð þann 19. júlí.
„Þetta var mikil sprenging sem heyrðist um alla Tehran," segir heimildarmaður Telegraph. „Fjöldi fólks lét lífið en byltingarherinn er þó að reyna að hylma yfir það sem raunverulega gerðist.”
Þá segir hann hugsanlegt að um skemmdarverk eða árás hafi verið að ræða og að töluvert hafi verið um óútskýrðar sprengingar í Íran að undanförnu.