Nemendur við háskóla í Nýja Sjálandi hafa heitið verðlauna þann sem framkvæmir borgaralega handtöku á Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er væntanleg til Nýja-Sjálands í dag. Nemendurnir segja að Rice sé stríðsglæpamaður.
Rice er væntanleg til Auckland síðar í dag og mun hún ræða við Helen Clark, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Winston Peters utanríkisráðherra.
Forseti Samtaka nemenda í Auckland, David Do, segir að sá sem muni framkvæma borgaralega handtöku muni hljóta 5000 nýsjálenska dali í verðlaun. Ho sakar Rice um stríðsglæpi með því að hafa „yfirumsjón með ólöglegri innrás og hernámi“ í Írak.
„Okkur datt í hug að gefa nemendum okkar tækifæri til að lækka námslánin og á sama tíma vinna starf í þágu alþjóðaréttlætis,“ segir Do.
Að sögn lögreglu mun það hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér reyni einhver að framkvæma borgaralega handtöku.